LOGA leitarvéla og aðgengisbestun

Við höfum fengið ótrúlega góð viðbrögð við nýju síðunni okkar https://www.loga.is enda kanski ekki furða LOGA er eina vefþjónustufyrirtækið sem býður upp á leitarvélabestun með aðgengi fyrir alla.  SíðurnIMG_422281ar sem við þjónustum hafa það að leiðarljósi að allir hafi aðgang að vefsíðum. Nú í haust má búast við að samningur Sameinuðuþjóðanna um RÉTTINDI FATLAÐS FÓLKS verði að lögum. Það þíðir í raun að allar vefsíður skulu vera aðgengilegar öllum fötluðum sem og ófötluðum. LOGA er auk þess eina fyrirtækið á landinu sem hannar og smíðar vefsíður með aðgengi fyrir alla. Við viljum þakka góðar móttökur og bendum enn og aftur á að í þessu þjóðfélagi býr fjölbreyttur hópur og mismunun á ekki að vera til.


Hvernig á finnast á netinu.

Aðgengi fyrir alla.

Tryggja þarf að rafræn þjónusta opinberra sem og þjónustuaðila taki mið af þörfum ólíkra hópa, svo sem blindra, sjónskertra og fatlaðra. Stjórnarráðsvefurinn, vefir stofnana og sveitarfélaga þjóna breiðum hópi notenda sem hafa mismikla reynslu í notkun Netsins. Mikilvægt er því að uppbygging vefja og framsetning þeirra sé skýr og einföld. Talið er að allt að 10% af íbúum Evrópu eigi við einhverskonar fötlun að stríða og eldri borgarar í Evrópu eru einnig stór hópur og vaxandi. Hætta er á að þessir hópar hafi ekki möguleika á að færa sér tæknina í nyt og verði afskiptir í upplýsingasamfélaginu. Við þessu þarf að bregðast til að ekki myndist gjá milli ólíkra hópa samfélagsins. Alþjóðasamfélagið og þá sérstaklega hinn vestræni heimur hefur gefið aðgengismálum aukinn gaum á undanförnum árum. Bandarískar viðmiðunarreglur opinberra aðila og þær evrópsku eru byggðar á alþjóðlegum reglum um aðgengismál og Evrópusambandið hefur samþykkt að aðildarlöndin taki mið af þessum reglum.

Vefsíðugerð

Leitarvélabestun + Gott Aðgengi = Vefur sem marg borgar sig.

 

Við höfum fimtán ára reynslu í bestun á vefsíðum með þolinmæði, þekkingu og samvinnu höfum við náð afar góðum árangri. Oft náum við fyrsta sæti á Google. En við getum ekki lofað fyrsta sæti ,en reynsla okkar er að við getum lofað skráningu á fyrstu síður með því að nota þín leitarorð og okkar þekkingu. Ef einhver lofar þér sæti #1, er hann/hún einfaldlega að blekkja. Fyrsta sem ber að varast eru loforð um að síðan þín lendi í fyrsta sæti, en við stöndum við orð okkar, að þín síða mun fara á fyrstu síður í Google. Hvernig getum við staðið við stóru orðin? Jú reynsla okkar og hæfni mun koma síðunni þinni þangað. Þegar við hófum að tengja leitarvélabestun og aðgengi saman, þá kom það okkur skemmtilega á óvart að síður með aðgengi fyrir alla skoruðu mun hærra en aðrar síður. Því sameinuðum við þetta tvent og útkoman var stórkostleg. Mundu að bestun vefja er langhlaup, ekki sprettur.

FERILLINN

https://seotopwiz.com/

ÞARFAGREINING

 

Sífellt færist í vöxt að vinna við vefsvæði, bæði ný og gömul, tekur á sig
faglegri mynd og fyrirtæki sjá möguleikana sem búa í vel útbúnu vefsvæði. Fyrst er að gera þarfagreiningu vefja sem hvort sem er við nýsmíði eða endurhönnun. Þarfagreining gegnir veigamiklu hlutverki í undirbúningsvinnu vefsvæða eigi vinnan við þau að vera markviss, en auk þess sparar skipulagsvinna vinnu og fjármuni þegar þegar horft er fram á veg. Ómarkviss vinna og þreifingar lengja framleiðsluferlið, eyðir tíma og kostar fé.

BESTUN Á VEF

SEO

Leitarvélabestun á vef Uppbygging vefsins og forritun er skoðuð
gaumgæfilega með tilliti til aðgengis leitarvéla. Farið er yfir notkun á titlum, síðulýsingum, meta töggum, leitarorðum og slóðarheitum (url’s). Einnig er farið yfir innihald vefsíðna og það bestað út frá völdum leitarorðum og tryggt að leitarorðamettunin (keyword density) sé eins og Google vill hafa hana. Að lokum eru settar upp innvísanir (internal links) til að styrkja valdar síður gangvart leitarvélum.

BESTUN UTAN VEFS


Leitarvélabestun

Það er ekki lengur nóg að vefsvæðið þitt sé fullkomið í augum leitarvélanna. Í harðandi samkeppni þarf vefurinn þinn gott tengslanet á bakvið sig. Það þýðir að vísanir á vefinn þinn (hlekkir sem benda á vefinn þinn – Inbound links) þurfa að vera sérvaldir. Við byggjum upp svona tenglanet með því að birta greinar og fréttatilkynningar. Til viðbótar við þetta vilja leitarvélar í dag sjá virkni tengda vefsvæðinu á samfélagsvefum á borð við Facebook, Twitter og öðrum samfélagsmiðlum.

AÐGENGI


Markaðssetning á vef

Vefaðgengi (e. web accessibility) felur í sér að vefir séu aðgengilegir öllum – líka fólki með sérþarfir. Þegar vefur er búinn til með ákveðna þætti í huga hafa allir notendur jafnan aðgang að upplýsingunum sem á honum eru og virkni. Aðgengisúttekt okkar byggir á alþjóðlegum stöðlum WCAG 2.0 AA sem leiðbeinir um hvernig ganga skuli frá vefefni þannig að það sé aðgengilegt öllum. Vefir sem samræmast WCAG 2.0 staðlinum eru aðgengilegri bæði leitarvélum og fólki sem vill skoða vefinn í mismunandi tækjum.

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband