ÞARFAGREINING
Sífellt færist í vöxt að vinna við vefsvæði, bæði ný og gömul, tekur á sig
faglegri mynd og fyrirtæki sjá möguleikana sem búa í vel útbúnu vefsvæði. Fyrst er að gera þarfagreiningu vefja sem hvort sem er við nýsmíði eða endurhönnun. Þarfagreining gegnir veigamiklu hlutverki í undirbúningsvinnu vefsvæða eigi vinnan við þau að vera markviss, en auk þess sparar skipulagsvinna vinnu og fjármuni þegar þegar horft er fram á veg. Ómarkviss vinna og þreifingar lengja framleiðsluferlið, eyðir tíma og kostar fé.
BESTUN Á VEF
SEOLeitarvélabestun á vef Uppbygging vefsins og forritun er skoðuð
gaumgæfilega með tilliti til aðgengis leitarvéla. Farið er yfir notkun á titlum, síðulýsingum, meta töggum, leitarorðum og slóðarheitum (urls). Einnig er farið yfir innihald vefsíðna og það bestað út frá völdum leitarorðum og tryggt að leitarorðamettunin (keyword density) sé eins og Google vill hafa hana. Að lokum eru settar upp innvísanir (internal links) til að styrkja valdar síður gangvart leitarvélum.
BESTUN UTAN VEFS
Leitarvélabestun
Það er ekki lengur nóg að vefsvæðið þitt sé fullkomið í augum leitarvélanna. Í harðandi samkeppni þarf vefurinn þinn gott tengslanet á bakvið sig. Það þýðir að vísanir á vefinn þinn (hlekkir sem benda á vefinn þinn Inbound links) þurfa að vera sérvaldir. Við byggjum upp svona tenglanet með því að birta greinar og fréttatilkynningar. Til viðbótar við þetta vilja leitarvélar í dag sjá virkni tengda vefsvæðinu á samfélagsvefum á borð við Facebook, Twitter og öðrum samfélagsmiðlum.
AÐGENGI
Markaðssetning á vef
Vefaðgengi (e. web accessibility) felur í sér að vefir séu aðgengilegir öllum líka fólki með sérþarfir. Þegar vefur er búinn til með ákveðna þætti í huga hafa allir notendur jafnan aðgang að upplýsingunum sem á honum eru og virkni. Aðgengisúttekt okkar byggir á alþjóðlegum stöðlum WCAG 2.0 AA sem leiðbeinir um hvernig ganga skuli frá vefefni þannig að það sé aðgengilegt öllum. Vefir sem samræmast WCAG 2.0 staðlinum eru aðgengilegri bæði leitarvélum og fólki sem vill skoða vefinn í mismunandi tækjum.